2007 02

28. febrúar 2007

Árshátíð NEF

Dillidagar enduðu  á árshátíð nemenda sem haldin var á Fosshótel Húsavík á föstudagskvöldið. Maturinn var fínn, þar sem boðið var uppá; svín, kjúkling, pasta og ýmislegt fleira. Helga Braga var veislustjóri og hélt uppi léttum og góðum anda.

28. febrúar 2007

Söngvakeppni FSH (1)

Söngvakeppni FSH var haldin í síðustu viku og bar nafnið Nefrennsli þetta árið. Keppnin var undankeppni fyrir hina árlegu söngvakeppni framhaldsskólanna.Í ár var þátttakan sérstaklega góð.

20. febrúar 2007

Dillidagar hefjast

Í gær byrjuðu  Dillidagar í FSH. Þá er aðeins hefðbundin kennsla fram að hádegi og eftir það velja nemendur sig inn í hópastarf.  Það sem er í boði  í ár er; danssmiðja, matreiðslusmiðja, hestasmiðja, klifursmiðja og fótboltasmiðja.

17. febrúar 2007

Húsvískir unglæknar í heimsókn

Tveir unglæknar þau Valgerður Árnadóttir og Ásgeir Alexandersson frá Ástráði(www.astradur.is) komu í heimsókn s.l. miðvikudag og héldu fræðslu um kynhegðun unglinga. Fræðsluverkefni þeirra fjallaði um forvarnir gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum.

13. febrúar 2007

Umferðarfræðsla VÍS

Í dag kom Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi VíS í heimsókn. Ragnheiður heimsækir skólann árlega og heldur fyrirlestur fyrir alla nýnemana um dauðans alvöru í umferðarinni. Fyrirlesturinn í dag var bæði fróðlegur og skemmtilegur.

02. febrúar 2007

Góð skólasókn á haustönn 2006

Skólasókn nemenda FSH á haustönn var 95% að meðaltali. Markmið skólans er að vera ofan við 95% svo það náðist að þessu sinni sem er vel. Besta skólasókn síðustu fimm ára var 95,8% á vorönn 2002 en lökust varð hún 93% á vorönn 2005. Þessar tölur sýna að nemendum er vel treystandi fyrir 10% fjarvistakvóta og að þau nýti hann af skynsemi.

01. febrúar 2007

Alþjóðlegur netöryggisdagur 6. febrúar

Alþjóðlegi netöryggisdaginn er nú haldinn í fjórða sinn. Í ár taka um 40 lönd um allan heim þátt í deginum. SAFT sem er vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun og hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á þessum degi.