Nemendafélag FSH

16.1.2007

Nemendum fjölgar í FSH

Guðný Helga dönskukennariÞó núna sé kalt úti, þá er veður fallegt eins og sjá má á myndunum. Kennarar og nemendur þurfa að hafa mikið fyrir því að skafa af bílunum sínum sem hefur þó ekki orðið til þess að þeir fari gangandi í skólann. Það er ekki hefð fyrir því hér á Húsvík. Inni í skólanum er hlýtt og notalegt og sér húsvörðurinn um það auk þess að allt sé í röð og reglu á göngunum.
Nú í upphafi annar eru skráðir nemendur við skólann um 180 og hafa þeir ekki verið fleiri í mörg ár. Allt skólastarfið er komið í fullan gang. Nemendur eru að skipuleggja skíðaferð til Akureyrar ef ekki verður farið að opna lyftuna í fjallinu hjá okkur. Vonandi verður hún þó opnuð næstu daga, því enginn annar framhaldsskóli getur státað af því að hafa skíðasvæði nánast á skólalóðinni. 
Að lokum þá vil ég segja að Þó við næðum ekki að vinna Borgarholtsskóla í Gettu betur þá stóðu strákarnir sig vel og við gerum bara betur næst.
Vetrarmyndir