Nemendafélag FSH

8.1.2007

FSH í Gettu betur

Hilmar, Valtýr og VeigarNú í upphafi annar hefst spurningarkeppni framhaldsskólanna. Nemendur FSH taka þátt í keppninni eins og áður. Þeir eiga að keppa í fyrri umferð útvarpshluta spurningakeppninnar við Borgarholtsskóla. Í liði FSH eru nýnemarnir; Hilmar Henning Heimisson, Valtýr Berg Guðmundsson og Veigar Pálsson. Liðstjóri er Valdimar Stefánsson.

Spyrjandi í keppninn núna er eins og í fyrra, Sigmar Guðmundsson, spurningahöfundur og dómari Davíð Þór Jónsson og stigavörður Steinunn Vala Sigfúsdóttir.
Strákarnir okkar hafa æft stíf í vetur og koma örugglega til með að standa sig vel. Við munum fylgjast með þeim á Rás 2 miðvikudagskvöldið 10. janúar kl. 19:30.