2006

22. febrúar 2006

Dillidagar í FSH (1)

Í gær hófust dillidagar í FSH. Þá er formlegri kennslu hætt kl. 12:25 og nemendur læra eitthvað sem ekki er kennt í hefðbundnum áföngum. Þessa dagana eru starfræktar ýmsar smiðjur sem nemendur skrá sig í.

16. febrúar 2006

Kynning á Háskólanum í Reykjavík

Í gær fengum við góða gesti frá Háskólanum í Reykjavík til að kynna skólann. Þetta voru Sólrún Dröfn Björnsdóttir, deildarfulltrúi tækni- og verkfræðideildar og Ómar Özcan sem er á 3. ári í viðskiptafræði.

13. febrúar 2006

Starfsendurhæfing Norðurlands stofnuð í FSH

9. febrúar s.l. var haldinn stofnfundur sjálfseignarstofnunarinnar Starfsendurhæfing Norðurlands í FSH. Stofnendur eru: Akureyrarbær, Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Framhaldsskólinn á Húsavík, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,KEA, Lífeyrissjóður Norðurlands, Símenntunarstöð, Eyjafjarðar og Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra.

13. febrúar 2006

Nemendur úr Lundarskóla

Á föstudaginn í síðustu viku komu nemendur úr Lundarskóla í Öxarfirði í heimsókn. Alls komu 33 nemendur úr 8.-10. bekk. Gunnar Baldursson, Arnfríður Aðalsteinsdóttir og Björgvin Leifsson kynntu skólann og námsmöguleikana.

09. febrúar 2006

Forvarnarfræðsla

Á þriðjudaginn kom Magnús Stefánsson hingað á vegum Marita á Íslandi. Hann var með fínan fyrirlestur um forvarnir gegn fíkiefnum og sýndi nemendum myndina “Hættu áður en þú byrjar”. Þetta er áhrifarík mynd um unglinga og fullorðna sem hafa lent í fíkniefnum eða "krumlunni" eins og Magnús talaði um.

01. febrúar 2006

Sungið í FSH

Sú nýjung hefur verið tekin upp í skólanum að nemendur og starfsfólk hittast í löngufrímínútunum á miðvikudögum og syngja saman nokkur lög. Þetta hefur tekist vel til, lífgað upp á andann og vakið upp gleði og hlátur.

11. janúar 2006

Allt komið í fullan gang á ný !

Nú er vorönnin hafin og allt skólastarfið komið í fullan gang. Árni húsvörður er hér á sínum stað og hefur auga með því sem er að gerast og stjórnar umferðinni um skólann. Nemendur eru, eins og oft áður, heldur færri en á haustönninni en  fjöldi kennara sá sami.