2006 11

27. nóvember 2006

Þingeyingar keppa

Föstudaginn 24. nóvember var spurningakeppni grunnskólanna í Þingeyjarsýslu haldin í fyrsta sinn. Framhaldsskólinn á Húsavík bauð til keppninnar og höfðu nemendur hans veg og vanda af henni með dyggri aðstoð kennara síns, Valdimars Stefánssonar.

24. nóvember 2006

Stefán Jón á skíðum

Margir nemendur FSH hafa verið góðir íþróttamenn og staðið sig vel á landsvísu og jafnvel víðar. Núverandi nemandi okkar Stefán Jón Sigurgeirsson er mikill skíðamaður og var um daginn í 10 daga á Mölltaler jökli í Austurríki við æfingar með Fis-liði SKÍ sem er b-landslið.

06. nóvember 2006

Heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna

Síðast liðinn föstudag fóru nemendur í félagsfræði 103 í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna til að hlýða á fyrirlestur um málefni stéttarfélaga. Það er að verða fastur liður að nemendur heimsæki skrifstofuna og fræðist um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði.

03. nóvember 2006

Danskur sendikennari í FSH

Þann 24. oktober kom til starfa við skólann danskur sendikennari Jette Philipsen fra Fanø.  Danska menntamálaráðuneytið hefur boðið  þessa aðstoð við dönskukennslu í nokkur ár og greiðir laun og ferðir kennarans.