Nemendafélag FSH

6.10.2006

Umhverfisdagur í FSH (1)

Bergur Elías ÁgústssonÍ vikunni var einn dagur í skólanum helgaður umhverfismálum. Nýráðinn sveitarstjóri okkar Bergur Elías Ágústsson var fús til að flytja fyrirlestur að þessu sinni en hann hefur verið mikill áhugamaður um umhverfismál. Hann kom að umhverfismálum frá ýmsum sjónarhornum. Fjallaði um hvert væri upphaf vandans, hvers vegna umhverfismál skipta okkur svo miklu máli og hverjar væru kröfur nútíma samfélagsins.  Hann sagði í stuttumáli frá staðardagskrá 21, þ.e.að hún væri áætlun um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi fyrir sig til að nálgast markmiðið sjálfbær þróun. 
Markmið Norðurþings er eins og annarra sveitafélaga að virkja staðardagskrá 21. Ágætis umræður urðu á eftir og hafa nemendur greinilega áhuga á umhverfismálum, sérstaklega með álversframkvæmdir í huga. 

Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar.
Við höfum hana að láni frá börnunum okkar.
(Chief Seattle / 1854)