Nemendafélag FSH

2.10.2006

Haustþing og ráðstefna

Á föstudaginn var haldið árlegt haustþing framhaldsskólakennara á Norðurlandi. Að þessu sinni var það haldið á Akureyri og því slegið saman við ráðstefnu sem Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Akureyrarbær og Símey stóðu fyrir og nefndist "Það er leikur að læra" .
Morguninn byrjaði á hefðbundnum fundum faggreinakennara framhaldsskólanna, þar sem kennarar framhaldsskólana hittust til að bera saman bækur sínar og ræða ýmis málefni. Eftir hádegið bættust kennarar af öðrum skólastigum í hópinn og ráðstefnan hófst í Höllinni.
Jón Már Héðinsson skólameistari MA setti ráðstefnuna. Þar sem menntmálaráðherra gat ekki verið viðstödd, flutti Sesselja Snævarr deildarsérfræðingur í námskrárdeild ávarp. Jón Torfi Jónasson prófessor við Háskóla Íslands flutti fyrirlesturinn Eitt skólastig eða fimm? Á hvaða siglingu er skólakerfið og hvað ræður för. Ragnhildur Bjarnadóttir deildarforseti Kennaraháskóla Íslands fjallaði um Breytingar á kennaramenntun. Fjölmargar áhugaverðar málstofur voru í gangi á Hólum í MA seinnipart dagsins. Fyrirlestrum dagsins lauk svo með endindi Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar prófessors við Háskólann á Akureyri um  Menntun og samfélag á tímum fjölmenningar og sjálfbærrar þróunar.