Nemendafélag FSH

9.10.2006

Gullverðlaun á Special Olympics

Vilberg LindiDagana 30. september til 5. október voru haldnir í Róm á Ítalíu Special Olympics. Þar keppti nemandi okkar, Vilberg Lindi Sigmundsson í Boccia.  Hann gerði sér lítið fyrir og vann  tvenn gullverðlaun, annarsvegar í tvíliðaleik og hinsvegar í liðakeppni auk þess sem hann var í 5. sæti í einstaklingskeppni.  Þetta er glæsilegur árangur hjá honum.
Keppendur á leikunum eru á aldrinum 12 -21 árs, alls um 1400 keppendur sem koma frá 57 þjóðlöndum. Keppt er í sjö íþróttagreinum.
Fyrrum nemandi skólans Jóna Rún Skarphéðinsdóttir gerði það mjög gott á sömu leikum og vann gull í öllum þremur flokkunum sem hún keppti í.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Lindi tekur við gjöfum frá skólanum og NEF