Nemendafélag FSH

4.10.2006

AFS skiptinemar í FSH (1)

Vinkona, Roselien, Lisalotte og RahelNú á haustönninni dvelja hjá okkur 2 AFS skiptinemar. Að þessu sinni eru það tvær stúlkur, Liselotte Vantrappen frá Belgíu og Rahel Silvana Ziegler frá Sviss. Lisalotte býr hjá Soffíu Sverrisdóttur og Jóhanni Gestssyni en Rahel hjá Soffíu Steinarsdóttur.
Það  hefur verið árvisst að skiptinemar frá AFS hafa dvalið hér á Húsavík og sótt skólann okkar. Með dvöl sinni hér eru skiptinemarnir að reyna að öðlast sýn á íslenskt þjóðlíf á sama tíma og þeir eru fulltrúar lands síns og þjóðar. Dvöl þeirra er því ómetanlegt tækifæri fyrir okkur í FSH og getur verið stuðningur við fræðslu um framandi lönd, menningu og tungumál. Við vonum að allir taki vel á móti þeim og við getum lært af þeim eins og þeir af okkur.
Það er gaman þegar skiptinemar koma í heimsókn eftir dvöl sína hér. Um daginn kom hingað í heimsókn Roselien sem var hér skiptinemi fyrir 2 árum og hitti gamla skólafélaga, kennara og núverandi skiptinema.