Nemendafélag FSH

7.9.2006

Ný stjórn NEF

Aldey, Erna, Halla, Ingvar og ÞórveigNý stjórn nemendafélagsins er tekin til starfa. Hana skipa Aldey Traustadóttir formaður, Ingvar Björn Guðlaugsson gjaldkeri, Þórveig Traustadóttir ritari, Halla Marín Hafþórsdóttir og Erna Jóna Jakobsdóttir eru meðstjórnendur. Það er sérstakt við þessa stjórn að allar stúlkurnar eru rétt komnar frá því að dvelja um tíma erlendis. Aldey var AFS skiptinemi í Frakklandi, Halla á Ítalíu, Þórveig í Bandaríkjunum og Erna aupair í Noregi. Eini karlmaðurinn í stjórninni er svo sá sem hefur verið hér í skólanum undanfarin 2 ár og er inni í málum hvað hefur verið að gerast. Stjórnin er með fullt af góðum hugmyndum erlendis frá og hérlendis. Þau ætla að sinna vefsíðu NEF og leggja árherslu á að auka mætingu nemenda á skemmtanir NEF. Þetta er flott stjórn sem við styðjum við bakið á og verðum öll dugleg að taka þátt í félagslífinu í vetur.