Nemendafélag FSH

5.9.2006

Kennsla hafin á umönnunarbrautunum

Nemendur skráðir á umönnunarbrautirNú er hafin kennsla á umönnunarbrautum og eru flestir nemendurnir starfandi með náminu og geta þá, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fengið hluta af námi brautarinnar metið en þurfa að skila ákveðnum einingafjölda í kjarna og sérgreinum.
Þetta er stór hópur af áhugasömum nemendum, 34 talsins og skiptast á fjórar námsbrautir: Félagsliðar (15), leiðbeinendur í leikskólum (4), stuðningfulltrúar í grunnskólum (8) og skólaliðar (7). Þær eru búsettar allt frá Akureyri og austur um Þingeyjarsýslur allt til Þórshafnar. Þær sem eiga lengst að munu geta nýtt sér myndfundabúnað sem er fyrir á Þórshöfn og verður komið upp á Kópaskeri við fyrsta tækifæri. Umönnunarbrautirnar eru nýlunda í námskrá framhaldsskóla og FSH er stoltur af því að vera einn af fyrstu skólunum til að hefja kennslu á þessum brautum.
Fleiri myndir