Nemendafélag FSH

17.9.2006

Efnafræðitími hjá Gunna Bald

Gunnar Baldursson hefur kennt efnafræði í skólanum svo lengi sem elstu nemendur muna. Í verklegum tíma hjá honum í síðustu viku voru nemendur í EFN203 að títra. Títrun er ein aðferð til að magngreina sýni, þ.e. til að finna út magn einstakra efna í sýni. Hér má sjá nemendur að finna magn klóríðjóna úr sjávarsýni frá Héðinsvík og nota það til að reikna sjávarseltuna. Seltan reyndist vera um 330/00. Ekki er hægt að sjá annað en nemendur njóti kennslustundarinnar.