Nemendafélag FSH

21.6.2006

160 nemendur í FSH

Nú er innritun lokið fyrir næsta skólaár og hafa 40 nýnemar úr 10 bekk fengið skólavist í FSH. Aðrir nýnemar og endurinnritaðir eru 35 og alls verða þá 160 nemendur í skólanum á næstu haustönn. Það er rúmlega 10% fjölgun frá fyrra ári en þá voru nemendurnir 143.  Af nýnemunum 40 sem koma úr 10 bekk eru 4 frá Öxarfjarðarskóla og það veit á gott um samstarfið innan nýja sameinaða sveitarfélagsins, Norðurþings. Búið er að ráða að skólanum í þau störf sem losnuðu fyrir næsta skólaár. Okkur verður því ekkert að vanbúnaði við upphaf nýs skólaárs þegar skólinn verður settur 24. ágúst n.k. kl. 09:00.  FSH óskar öllum nemendum og starfsfólki GLEÐILEGS SUMARS.