Nemendafélag FSH

15.5.2006

Nýjar námsbrautir við FSH

Ýmislegt er kennt í FSHÍ haust verður hafin kennsla á námsbrautum fyrir skólaliða, stuðningsfulltrúa í grunnskólum og leiðbeinendur í leikskólum. Kennslan verður miðuð við þá sem ætla sér að stunda námið með vinnu og hafa reynslu í þessum störfum. Ekki verður hægt að fara af stað með félagsliðanám sökum fámennis en þó gætu félagsliðanemar nýtt sér sameiginlegar námsgreinar sem kenndar verða á næstu tveimur önnum. Um 20 nemendur hafa skráð sig og verður haft samband við þá á næstu dögum til að staðfesta innritun og veita nánari upplýsingar. Þeir, sem ekki hafa skráð sig, geta það til 12. júní þegar innritun lýkur.