Nemendafélag FSH

25.4.2006

Söngdívur FSH heiðraðar

Elísabet Anna og Ína ValgerðurÁ föstudag kallaði skólameistari á sal til að heiðra tvo af nemendum skólans. Önnur þeirra er Ína Valgerður Pétursdóttir sem lenti í öðru sæti í Idol stjörnuleit og hefur glatt okkur með afburða frammistöðu sinni í allan vetur. Það má með sanni segja að hún er orðin þjóðareign, elskuð og dáð í öllum landshlutum og um leið stolt Húsvíkinga og okkar í FSH. Til hamingju Ína!!  
Þá var Elísabet Anna Helgadóttir líka heiðruð fyrir frábæra frammistöðu í söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram í páskafríinu. Þar komst hún í úrslit og yljaði okkur, sem fylgdumst með, um hjartarætur. Með frammistöðu sinni hefur hún haldið við sterkri stöðu skólans í þessari keppni en margir frábærir söngvarar hafa tekið þátt í henni fyrir hönd FSH og þar á meðal Ína Valgerður í fyrra. Til hamingju Elísabet!!