Nemendafélag FSH

3.4.2006

Elín að fara í leyfi

Elín og Árni

Okkar ástkæri bókasafnsvörður Elín Kristjánsdóttir er að fara í árs leyfi frá störfum hér í skólanum. Hún hefur starfað hér frá haustinu 1994 og fannst kominn tími til breyta aðeins til. Næsta árið mun hún hafa umsjón með Héraðsbókasafni Þingeyinga á meðan Eyrún Tryggvadóttir er í fæðingarorlofi. Við munum sakna Elínar og hlökkum til að sjá hana aftur að ári. Starf hennar er auglýst hér á vefnum ásamt fleiri störfum.