2006 04

25. apríl 2006

Söngdívur FSH heiðraðar

Á föstudag kallaði skólameistari á sal til að heiðra tvo af nemendum skólans. Önnur þeirra er Ína Valgerður Pétursdóttir sem lenti í öðru sæti í Idol stjörnuleit og hefur glatt okkur með afburða frammistöðu sinni í allan vetur.

03. apríl 2006

Elín að fara í leyfi

Okkar ástkæri bókasafnsvörður Elín Kristjánsdóttir er að fara í árs leyfi frá störfum hér í skólanum. Hún hefur starfað hér frá haustinu 1994 og fannst kominn tími til breyta aðeins til. Næsta árið mun hún hafa umsjón með Héraðsbókasafni Þingeyinga á meðan Eyrún Tryggvadóttir er í fæðingarorlofi.

02. apríl 2006

Loksins er kominn snjór og skíðafæri

Loksins kom snjór svo það var hægt að opna skíðalyftuna í Melnum. Mikið líf var hér í kringum skólann í síðustu viku þegar lyftan var komin í gang og brekkan full af fólki á skíðum og brettum. Einnig var útbúin gönguskíðabraut hér á lóðinni sunnan við skólann.