Nemendafélag FSH

16.3.2006

Jarðfræðiferð í fjöruna

Gunnar BaldurssonVinsælasti kennari ársins 2006 fór með krakkana aftur á ísöld.
Í gær var mikil veðurblíða á Húsavík og hiti 12° C. Gunnar Blaldursson jarðfræðikennari fór því með nemendur í Nát113 niður að höfn til að skoða jökulberg frá ísöld. Þetta jökulberg má sjá í kambnum ofan við Slippinn neðan við Höfðaveginn. Jökulbergið myndaðist á næst síðasta jökulskeiði ísaldar fyrir um 130 þúsund árum. Eins og sjá má á myndunum er bergið lagskipt og kornastærðin mismunandi allt frá fínu silti upp í stóra hnullunga.
Alltaf skemmtilegt að fá smá tilbreytingu í námið og getað séð í raun, það sem fjallað er um í námsbókunum. Nemendurnir höfðu gaman af fróðleiknum og nutu útiverunnar eins og sjá má á þessum myndum.
Myndir úr ferðinni