Nemendafélag FSH

9.3.2006

Hákon Hrafn varði doktorsritgerð

Hákon HrafnHákon Hrafn Sigurðsson fyrrverandi nemandi FSH, varði doktorsritgerð sína, Ocular drug delivery and mucoadhesive polymers, frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands þann 1. mars sl.  Ritgerðin fjallaði um lyfjagjöf í auga og slímhimnuviðloðandi fjölliður.Þróun augnlyfja er oft mjög krefjandi vegna einstakrar byggingar, lífeðlis- og lífefnafræði augans. Markmið þessa doktorsverkefnis var að auka við þekkingu á lyfjagjöf til augans og reyna að svara nokkrum ósvöruðum spurningum tengdum því efni. Einnig var slímhimnuviðloðunarhugtakið rannsakað og krufið til mergjar.
Hákon Hrafn Sigurðsson er fæddur á Húsavík árið 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík veturinn 1993. Hákon hóf lyfjafræðinám við lyfjafræðideild HÍ haustið 1994 og útskrifaðist þaðan sem lyfjafræðingur árið 1999. Frá 1999 til 2002 vann Hákon við ýmsar lyfjarannsóknir, m.a. við lyfjafræðideild HÍ og hjá Íslenskum lyfjarannsóknum (Encode). Árið 2002 hóf Hákon doktorsnám við lyfjafræðideild HÍ. Með náminu starfaði hann einnig við lyfjarannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu og hjá Oculis. Síðast liðið ár hefur Hákon stundað samevrópskar rannsóknir við Saarland Háskóla á vegum GALENOS samtakanna og mun hljóta viðurkenninguna “European PhD in advanced drug delivery” í mars. Hann hlaut stúdentaverðlaun á árlegri ráðstefnu Controlled Release Society í Miami árið 2005. Hákon hóf störf hjá Actavis í nóvember 2005 sem sérfræðingur á þróunarsviði.
Hákon er fjölhæfur maður og er m.a. maðurinn á bak við tónlistarsíðuna www.rokk.is