Nemendafélag FSH

13.2.2006

Starfsendurhæfing Norðurlands stofnuð í FSH

Hér sést hluti þeirra sem sátu stofnfundinn í enskutíma hjá Smára Sigurðssyni með nemendum í N-Þing. um myndfundabúnað 9. febrúar s.l. var haldinn stofnfundur sjálfseignarstofnunarinnar Starfsendurhæfing Norðurlands í FSH. Stofnendur eru: Akureyrarbær, Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Framhaldsskólinn á Húsavík, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,KEA, Lífeyrissjóður Norðurlands, Símenntunarstöð, Eyjafjarðar og Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Hér er verið að víkka út þá starfsendurhæfingu öryrkja sem FSH, FSÞ og HÞ hafa unnið að s.l. þrjú ár með mjög góðum árangri og í framhaldinu hafa verið gefin fyrirheit um langtímasamning við heilbrigðisyfirvöld um fjármögnun verkefnisins. Starfssvæði þessarar nýju stofnunar er frá og með Bakkafirði í austri og til og með Eyjafirði í vestri. Ekki er ólíklegt að síðar meir stækki svæðið og nái til alls Norðurlands.

Markmið Starfsendurhæfingar Norðurlands eru:

  • Að endurhæfa þátttakendur út í vinnu eða nám
  • Að auka lífsgæði þátttakanda
  • Að auka lífsgæði fjölskyldu hans
  • Að endurhæfing fari fram í heimabyggð

Í FSH ríkir mikil ánægja með þann mikla árangur sem náðst hefur með frumkvöðlasamstarfi FSH, FSÞ og HÞ. Nú opnast greið leið til að kynna það á landsvísu og bæta þannig hag fjölmargra sem hafa átt um sárt að binda af ýmsum ástæðum.