Nemendafélag FSH

16.2.2006

Kynning á Háskólanum í Reykjavík

Í gær fengum við góða gesti frá Háskólanum í Reykjavík til að kynna skólann. Þetta voru Sólrún Dröfn Björnsdóttir, deildarfulltrúi tækni- og verkfræðideildar og Ómar Özcan sem er á 3. ári í viðskiptafræði. Við könnumst flest við Ómar en hann útskrifaðist héðan frá Framhaldsskólanum á Húsavík fyrir nokkrum árum.
Sólrún Dröfn og ÓmarÞau voru með fína kynningu og allltaf gaman að sjá og heyra hvernig fyrrverandi nemendum FSH vegnar í framhaldsnámi. Við vonumst til að þeim hafi tekist að vekja áhuga einhverra á framhaldsnámi með því að sýna þeim fram á þá fjölmörgu kosti sem sem skólinn býður upp á í námi og  mikil tengsl við atvinnulífið.