Nemendafélag FSH

11.1.2006

Allt komið í fullan gang á ný !

Árni húsvörðurNú er vorönnin hafin og allt skólastarfið komið í fullan gang. Árni húsvörður er hér á sínum stað og hefur auga með því sem er að gerast og stjórnar umferðinni um skólann. Nemendur eru, eins og oft áður, heldur færri en á haustönninni en  fjöldi kennara sá sami. Þær breytingar hafa þó orðið á starfsliði skólans að Rósa Hrönn Árnadóttir er í fæðingarorlofi, Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir er ekki að kenna en Erna Björnsdóttir og Sigurlaug Elmarsdóttir eru nýir stundakennarar við sjúkraliðabrautina.
Sú nýjung hefur verið tekin upp varðandi námsmat að staða nemenda í hverjum áfanga verður metin á miðri önn. Kennarar gefa nemendum einkunn sem er mat þeirra á stöðu nemenda miðað við framistöðu og ástundun það sem af er önninni. Þessi einkunn birtis í Innu fyrir 27. febrúar sem MIÐANNARMAT. Tilgangurinn er að gefa nemendum og forráðamönnum þeirra sem bestar upplýsingar um námsgengið, þannig að tími gefist til breytinga ef ástæða þykir til.