Nemendafélag FSH

26.9.2005

Viðhorfskönnun um sameiningu sveitarfélaga

Þann 8. október n.k. verður kosið um sameiningu 7 sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu. Þekkingasetur Þingeyinga og Framhaldsskólinn á Húsavík eru nú að vinna viðhorfskönnun um sameiningarmál sveitarfélaga í sýslunni. Fengið var slembiúrtak úr þjóðskrá samkvæmt hefðbundnu vinnulagi við sambærilegar félagsvísindarannsóknir. Úrtakið fyrir sýsluna í heild var  um 700 manns. Í síðustu viku var unnið við úthringingar en síðan tekur við tölfræðileg úrvinnsla. Niðurstaðna er að vænta um mánaðarmótin eða rúmri viku fyrir sameiningarkosningarnar. Að rannsókninni vinna 44 nemendur Framhaldsskólans undir stjórn Óla Halldórssonar forstöðumanns Þekkingarsetursins, Arnfríðar Aðalsteinsdóttur og Björgvins R. Leifssonar kennara við FSH. Markmið könnunarinnar er að skapa umræðu um sameiningarmálin og að þjálfa nemendur Framhaldsskólans í rannsóknarstörfum.