Nemendafélag FSH

5.9.2005

Nýr sögu og dönskukennari

Árni Geir MagnússonÁrni Geir Magnússon hefur verið ráðinn til að kenna sögu og dönsku við FSH. Árni Geir er Húnvetningur og hefur BA  gráðu í sögu og dönsku og auk þess búfræðipróf frá Hvanneyri og þó nokkrar einingar í landafræði. Auk þess hefur hann lokið kennsluréttindindanámi frá HÍ. Hann er að stíga sín fyrstu skref í kennslu en hefur áður unnið fjölbreytt störf til sjávar, sveita og bæja. Síðast vann hann við verslunarstöf í Reykjavík. Um leið og Árni Geir er boðinn velkominn til ábyrgðarstarfa óskum við honum velfarnaðar og væntum mikils af honum um langa framtíð!