Nemendafélag FSH

1.9.2005

Nýr kennari í þýsku og viðskiptagreinum

Sigríður Mjöll MarinósdóttirSigríður Mjöll Marinósdóttir hefur verið ráðin til kennslu við FSH. Hún er Reykvíkingur, stúdent af náttúrufræðibraut, með háskólapróf í þýsku og viðskiptagreinum og hefur auk þess mikinn áhuga á líffræði og tengdum greinum. Sirrý hefur lokið kennsluréttindanámi frá HÍ og sat þar í bekk með Smára enskukennara. Á þessari önn kennir Sirrý þýsku, rekstrarhagfræði og náttúrufræði. Við erum stolt af að ná henni til okkar frá höfuðborginni og vonumst til að njóta starfskrafta hennar sem lengst og að henni gangi allt í haginn hjá okkur.