Nemendafélag FSH

1.9.2005

Nemendur í FSH taka þátt í Idol !

Nokkrir nemendur úr FSH fóru í söngprufu fyrir Idol keppnina í gær. Þeim Ínu Valgerði Pétursdóttur og Heiði Sif Heiðarsdóttur tókst að komast inn. Dómarar keppninnar í ár eru: Sigga, Bubbi, Einar Bárðar og Páll Óskar. Þeir voru í gær staddir á Hótel KEA á Akureyri að velja keppendur til að taka þátt í stóru 100 manna forkeppninni í Salnum í Kópavogi um aðra helgi. Stelpurnar okkar stóðu sig auðvitað vel og  fengu mikið hrós frá dómurum og eru nú orðnar þátttakendur í Idol 2005. Það verður spennandi fyrir okkur í FSH að fylgjast með stelpunum. Til hamingju með árangurinn !
Ína ValgerðurHeiður Sif