Nemendafélag FSH

14.9.2005

Kennt í myndfundabúnaði frá FSH

Arnfríður AðalsteinsdóttirÍ síðustu viku hófst fjarkennsla frá FSH, með notkun myndfundabúnaðar, í fyrsta skipti í sögu skólans. Kennararnir í FSH kenna í fundabúnaði sem er staðsettur á heilsugæslustöðinni hér á Húsavík. Nemendurnir eru hópur á almennri endurmenntunarbraut og eru frá Þórshöfn, Kópaskeri og Raufarhöfn. Þeir tengjast frá öllum þessum stöðum við kennarana á Húsavík. Kennt er alla daga vikunnar. Auk þessa koma nemendurnir saman á Raufarhöfn a.m.k. einu sinni í viku og stunda þá m.a. tölvunám. Á Húsavík er líka hópur á almennri endurmenntunarbraut eins og hefur verið undanfarin ár. Verkefnisstjóri er Geirlaug Björnsdóttir og umsjónarmaður í norðursýslunni er Linda E. Pehrsson.