Nemendafélag FSH

7.9.2005

AFS skiptinemar í FSH

Nú í haust byrjuðu 2 AFS skiptinemar í framhaldsskólanum. Undanfarin ár hefur það verið árvisst að 2-3 skiptinemar frá AFS hafa dvalið hér á Húsavík og sótt skólann okkar. Oftast hafa það verið stúlkur en nú eru komnir hingað tveir drengir, þeir eru Aaron Jacob Benner frá Bandaríkjunum og Clemens Leichtfried frá Austurríki. Þeir eru báðir 16 ára. Aaron dvelur hjá Sigríði og Þorgeiri en Clemens hjá Árna og Line.
Með dvöl sinni hér eru skiptinemarnir að reyna að öðlast sýn á íslenskt þjóðlíf á sama tíma og þeir eru fulltrúar lands síns og þjóðar. Dvöl þeirra er því ómetanlegt tækifæri fyrir okkur í FSH og getur verið stuðningur við fræðslu um framandi lönd, menningu og tungumál. Við vonum að allir taki vel á móti þeim og við getum lært af þeim eins og þeir af okkur.Clemens
Aaron