Nemendafélag FSH

23.8.2005

Starfsdagar í FSH

Álfheiður og GuðfinnaÁ starfsdögum 22. og 23. ágúst hefur starfsfólk FSH setið á tveimur gagnlegum námskeiðum. Á mánudaginn var námskeið fyrir kennara um lesblindu. Fyrirlesari var Elín Vilhelmsdóttir kennari í FÁ.
Seinnipartinn á mánudaginn og allan þriðjudaginn var námskeið um vinnusálfræði og samskipti á vinnustöðum. Fyrirlesarar voru stöllurnar og sálfræðingarnir, Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir.