Nemendafélag FSH

31.8.2005

Nýr félagsmála- og forvarnafulltrúi

Svava Björk ÓlafsdóttirSvava Björk Ólafsdóttir hefur verið ráðin félagsmála- og forvarnafulltrúi við FSH fyrir þetta skólaár. Hún kennir auk þess við starfsbraut fyrir fatlaða nemendur skólans.

Svava Björk er ættuð úr Húnavatnssýslu, 23 ára gömul og full af hugmyndum og áhuga. Hún verður góður liðsmaður nemenda við að skipuleggja félagslífið í vetur. Gangi þér allt í haginn Svava Björk!