Nemendafélag FSH

24.8.2005

Framhaldsskólinn settur

Gunnar BaldurssonÍ dag var skólinn settur í 19. sinn. Skólameistari bauð nemendur og starfsfólk velkomið til starfa á göngum skólans sem er eini samkomustaðurinn í skólanum. Skráðir nemendur í skólanum á þessari önn eru 150.
Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á skólanum undanfarin tvö ár. Nú í síðustu viku fékk skólinn nýtt andlit þar sem búið er að setja nýjar fínar útidyr í nemendainnganginn sem opnast sjálfkrafa þegar nemendur nálgast dyrnar. Merki skólans hefur verið komið fyrir ofan við dyrnar.
Tveimur stórum kennslustofum hefur verið breytt í þrjá minni. Bláu teppin eru horfin af göngunum og er hver að verða síðastur að sjá þau. Smá leifar af þeim finnast enn á stiganum upp á bókasafn. Nú eru allir gangar lagðir línoleum dúkum. Sama má segja um gömlu góðu gulu gluggatjöldin þau eru að víkja fyrir nýjum rúllugluggatjölldum. Þó prýða þau enn salinn og nokkrar stofur.
Í sumar var lokið við að endurnýja allar tölvur í tölvustofu og búið er að koma fyrir skjávörpum í öllum stofum. Í nokkrum stofum hefur tenglum verið fjölgað verulega til hagsbóta fyrir nemendur með fartölvur.
Nokkrir nýir kennarar hafa tekið til starfa við skólann í stað hinna sem kvöddu í vor. Þeir eru: Árni Geir Magnússon, Sigríður Mjöll Marinósdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir. Við höfum líka fengið nýjan ritara sem heitir Hjördís Sverrisdóttir.