Nemendafélag FSH

31.8.2005

Busavígsla í FSH

Busavígsla í FSHÞessa dagana er verið að vígja nýnema inn í FSH. Mikið hefur verið rætt um busavígslur í framhaldsskólum undanfarin ár og talað um að í sumum skólum tíðkist niðurlægingar og ofbeldi. Menntamálaráðuneytið hefur sent út bréf til skólanna þar sem skólameistarar eru hvattir til að halda vöku sinni í þessum efnum og stuðla að því að athafnir við inntöku nýnema sé með þeim hætti að þeir beri ekki skaða af.
Við í FSH teljum að busavígslur hér hafi verið innan skynsemismarka en reynum þó að fylgjast með því hvað fram fer í skólanum og á skólalóðinni. Þetta á bara að vera skemmtilegur leikur sem gaman á að vera  fyrir alla að minnast !