Nemendafélag FSH

20.5.2005

Síðasti umsjónartími annarinnar

Heiðar, Halldór, Jóna, Arna Rún og BjörgvinÍ gær var síðasti umsjónartími annarinnar. Skólinn vill vekja athygli á góðum námsárangri meðal nemenda sem ekki eru að útskrifast og því eru verðlaunaðir einn eða tveir af hverju námsári.

Skólameistari veitti  eftirtöldum nemendum viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í vetur: Heiðari Kristjánssyni, Halldóri Gíslasyni, Jónu Rún Skarphéðinsdóttur, Örnu Rún Oddsdóttur, Björgvini Friðbjarnarsyni, Agnesi Árnadóttur og Kristjönu Kristjánsdóttur. Að lokum var prófsýning í sal skólans þar sem nemendur gátu skoðað prófin sín sem þau hafa þreytt undanfarna daga.

Útskrift stúdenta og nemenda af öðrum brautum fer fram í Húsavíkurkirkju á morgun laugardag 21. maí kl. 14:00. Að lokinni athöfn er  móttaka á Sölku kl. 16-17. Þangað er boðið starfsfólki skólans, afmælisárgöngum og skólanefnd.

Listi yfir útskriftarnema: