Nemendafélag FSH

27.4.2005

Vinnufundur Leonardo verkefnis á Húsavík

Hingað til Húsavíkur kom á laugardag átta manna hópur fólks frá Slóveníu. Ítalíu, Litháen og Hollandi en þessi lönd eru í samstarfi við Framhaldsskólann á Húsavík, Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um þróunarverkefni sem ber enska heitið “Social Return”. Þessir aðilar sóttu um og fengu styrk úr starfsmenntasjóði ESB sem kenndur er við Leonardo da Vinci. Þetta er þriggja ára verkefni sem hófst í október 2004 og íslenski eða húsvíski hlutinn miðar að því að endurhæfa öryrkja og þá sem eru á endurhæfingarlífeyri til þess að öðlast starfsgetu  og komast út á vinnumarkaðinn á ný. Styrkurinn er veittur til að greiða kostnað við samskipti á milli landanna, rannsóknir sem gera þarf, mat á árangri þessa starfs og svo síðast en ekki síst skýrslugerð og að koma niðurstöðum verkefnisins á framfæri í löndum ESB. Fundað var hér í skóla  allan mánudaginn og á Heilbrigðisstofnun í gær. Gestirnir voru mjög ánægðir með veruna á Húsavík, þótti þeim aðstaða öll til fyrirmyndar í þessum stofnunum og þeir rómuðu gott viðmót og hlýhug sem mætti þeim alls staðar.

Myndir