Nemendafélag FSH

11.4.2005

Stuttmyndakeppni starfsbrauta

Föstudaginn 8. apríl fór fram hin árlega stuttmyndakeppni framhaldsskólanna. Keppnin fór að þessu sinni fram í FG og buðu þeir upp á veglegan málsverð, stuttmyndakeppni og dansleik á eftir.
Tíu skólar tóku þátt í keppninni og voru um 160 manns á kvöldinu.  FSH tók í fyrsta skipti þátt í þessari keppni með myndina Rugludallarnir eftir nemendur brautarinnar.  Ekki var komið heim með verðlaunagrip úr þessari ferð en FB sigraði í keppninni og verða þeir gestgjafar að ári.  Í öðru sæti lenti FG og Borgarholtsskóli var í þriðja sæti. 
Í dómnefnd sátu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Benóný Ægisson, rithöfundur og Aðalbjörg Helgadóttir, kennari í FG.