Nemendafélag FSH

18.4.2005

Söngkeppni framhaldsskólanna

Á laugardagskvöldið var hin árlega söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri í beinni útsendingu í Sjónvarpi og á Rás 2. Nemendur úr FSH fjölmenntu til Akureyrar um helgina til að styðja sinn keppanda sem var Ína Valgerður Pétursdóttir. Ína flutti þar lagið sitt úr forkeppninni sem heitir Halelúja I just love him so, sem er gamalt jazz lag eftir Ray Charles, sem Eva Cassidy og fleiri hafa flutt. Ína stóð sig frábærlega vel þó hún hafi ekki lenti í verðlaunasæti.
Sigurvegari að þessu sinni var Hrund Ósk Árnadóttir úr MR, í öðru sæti og jafnfamt sigurvegari í símakosningu var Dagný Elísa Halldórsdóttir úr VMA og í þriðja sæti varð Elísabet Ásta Bjarkadóttir úr FSU.
Atriði  í keppninni voru 27 talsins og  2000 gestir voru saman komnir í íþróttahöllinni þetta kvöld. Óvenju mörg atriði voru vel heppnuð og keppnin öll hin besta skemmtun. Akureyringar eiga hrós skilið fyrir góða skipulagningu á þessari keppni og góðar móttökur þeirra sem þáðu gistingu í skólunum.
Nemendur FSH voru sammála um að þessi helgi hafi verið hin besta skemmtun og starfsmenn skólans sem fylgdu nemendum segja að þeir hafi verið FSH til sóma í einu og öllu.
Fleiri myndir