Nemendafélag FSH

15.4.2005

Nemendur Borgarhólsskóla í heimsókn

Í morgun komu nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla í heimsókn til að kynna sér skólastarfið í FSH.
Stjórnendur skólans fræddu þau um námsframboðið, áfangakerfið sérstakar áherslur skólans og þjónustuna sem nemendum er boðin.
Nokkrir af hinum mörgu úrvalsnemendum FSH fylgdu þeim í litlum hópum um skólann, fóru með þau í kennslustundir og sögðu  frá starfsemi nemendafélagsins og helstu viðburðum í félagslífi nemenda bæði í máli og myndum. Þetta var ánægjuleg heimsókn og við þökkum þeim fyrir komuna og hlökkum til að hitta sem flest þeirra á nýju skólaári í haust.