Nemendafélag FSH

1.4.2005

Bókaútgefendur í heimsókn

Baldur og ErlingErling Erlingsson, framkvæmdastjóri  Iðnú bókaútgáfu heimsótti skólann í dag og með honum í för var Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík og stjórnarformaður Iðnú. Þeir komu til að hitta kennara og stjórnendur í spjalli á kennarastofunni og fá að heyra álit okkar á starfsemi Iðnú og fá ábendingar um áherslur, hvort vöntun væri á kennsluefni í einhverjum greinum/áföngum og brýnustu verkefni í næstu framtíð. Það var skólameistara sérstök ánægja að taka á móti Baldri, skólafélaga sínum frá Laugarvatni á fyrstu árum sjöunda áratugar síðustu aldar! Hafi þeir kæra þökk fyrir komuna.