2005 04

29. apríl 2005

Dimission í FSH

Í dag er síðasti kennsludagur vorannar í FSH og gera dimittendur (útskriftarnemar) sér dagamun af því tilefni. Dagurinn var tekinn snemma og um kl. 04 fór að heyrast lúðraþytur og trumbusláttur út um allan bæ þegar þau heimsóttu kennara sína til að kveðja þá eftir fjögurra ára samstarf í skólanum.

27. apríl 2005

Vinnufundur Leonardo verkefnis á Húsavík

Hingað til Húsavíkur kom á laugardag átta manna hópur fólks frá Slóveníu. Ítalíu, Litháen og Hollandi en þessi lönd eru í samstarfi við Framhaldsskólann á Húsavík, Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um þróunarverkefni sem ber enska heitið “Social Return”.

22. apríl 2005

Veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu

Á miðvikudaginn fyrir síðasta umsjónartíma,  kallaði skólameistari nemendur saman til að heiðra nokkra sem höfðu mætt sérstaklega vel á önninni. Þeir sem voru með 99-100 prósent mætingu fengu geisladisk frá skólanum í verðlaun.

18. apríl 2005

Söngkeppni framhaldsskólanna

Á laugardagskvöldið var hin árlega söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri í beinni útsendingu í Sjónvarpi og á Rás 2. Nemendur úr FSH fjölmenntu til Akureyrar um helgina til að styðja sinn keppanda sem var Ína Valgerður Pétursdóttir.

15. apríl 2005

Nemendur Borgarhólsskóla í heimsókn

Í morgun komu nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla í heimsókn til að kynna sér skólastarfið í FSH. Stjórnendur skólans fræddu þau um námsframboðið, áfangakerfið sérstakar áherslur skólans og þjónustuna sem nemendum er boðin.

11. apríl 2005

Stuttmyndakeppni starfsbrauta

Föstudaginn 8. apríl fór fram hin árlega stuttmyndakeppni framhaldsskólanna. Keppnin fór að þessu sinni fram í FG og buðu þeir upp á veglegan málsverð, stuttmyndakeppni og dansleik á eftir. Tíu skólar tóku þátt í keppninni og voru um 160 manns á kvöldinu.

11. apríl 2005

Viðhorfskönnun meðal foreldra

Fyrirhuguð er viðhorfskönnun á meðal foreldra/forráðamanna nemenda undir átján ára aldri við Framhaldsskólann á Húsavík. Könnun fer fram hér á síðunni til vinstri og verður hún opin 11.- 18. apríl. Foreldrar/forráðamenn nemenda hafa fengið aðgangsorð í pósti sem þarf að nota við framkvæmd könnunarinnar.

01. apríl 2005

Bókaútgefendur í heimsókn

Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri  Iðnú bókaútgáfu heimsótti skólann í dag og með honum í för var Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík og stjórnarformaður Iðnú. Þeir komu til að hitta kennara og stjórnendur í spjalli á kennarastofunni og fá að heyra álit okkar á starfsemi Iðnú og fá ábendingar um áherslur, hvort vöntun væri á kennsluefni í einhverjum greinum/áföngum og brýnustu verkefni í næstu framtíð.