Nemendafélag FSH

11.3.2005

Héraðsprestur kynnir hjálparstarf

Séra Gylfi Jónsson héraðsprestur Þingeyinga heimsótti FSH 8. mars sl. og kynnti hjálparstarf kirkjunnar fyrir nemendum skólans. Hann kom víða við í fróðlegu erindi og eftir sitja upplýsingar hans um að hve miklu gagni tiltölulega lágar upphæðir geta orðið í fátækum þróunarlöndum. Hann hvatti nemendur til að taka þátt í hjálparstarfinu með þeirri tækni sem þau hafa tileinkað sér og fáar krónur íslenskar gætu gert mikið gagn. Hafi séra Gylfi bestu þakkir fyrir innlitið.

Fleiri myndir