Nemendafélag FSH

8.2.2005

Pýramus og Þispa

Sigurlaug og Ína ValgerðurLeikfélag FSH, Pýramus og Þispa, hefur undanfarnar vikur verið að æfa leikritið Stræti eftir Jim Cartwright. Hann samdi líka leikritið Bar par sem Leikfélag Akureyrar sýndi fyrir nokkrum árum.
Leikritið fjallar um líf fólks við götu eina, í þorpi á Norður Englandi. Það er létt og skemmtilegt og talsvert um tónlist. Leikstjóri er fyrrverandi nemandi okkar Margrét Sverrisdóttir. Þar sem leikhús bæjarins er upptekið þessa dagana vegna æfinga hjá Leikfélagi Húsavíkur þurftu nemendur að finna sér nýtt húsnæði til æfinga og sýninga. Fyrir valinu varð gamla rafveituhúsið úti á Höfða. Síðustu daga hefur hópur nemenda lagt mikið á sig, undir stjórn Sigurlaugar Dagsdóttur sem er formaður leiklistarklúbbsins, við að útbúa leikmynd og þrífa og gera húsið hið vistlegasta fyrir áhorfendur.
Verkið á að frumsýna laugardaginn 12. febrúar.

Myndir frá starfinu úti á Höfða