Nemendafélag FSH

7.2.2005

Oddný Hafberg fundar með Húsvíkingum í FSH

Oddný HafbergFimmtudaginn 3. febrúar kynnti Oddný Hafberg, verkefnisstjóri um breytta skipan náms til stúdentsprófs, stöðu verkefnisins fyrir fræðslunefnd, forstöðumönnum á fræðslusviði og bæjaryfirvöldum á Húsavík. Skólameistari gerði grein áhrifum þessara breytinga á skólastarfið í FSH og í framhaldinu fór fram gagnleg umræða um tækifæri sem mögulega gæfust við þessa breytingu til að skipuleggja námsframvindu nemenda á öllum skólastigum þannig að enn væri áherslan aukin á þarfir og getu hvers og eins. Einnig var rætt um hindranir sem þyrfti að yfirstíga og voru þar nefnd til sögunnar samræmd próf og framkvæmd þeirra. Oddný lýsti sérstakri ánægju sinni með fundinn og sagði að hann hefði verið sérlega gagnlegur fyrir sig, sem hrærðist meira í þrengri umræðu framhaldsskólastigsins en hún er aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík. Og til gamans má geta þess að Oddný er tengdadóttir Húsvíkingsins Vigdísar Birgisdóttur