Nemendafélag FSH

1.2.2005

Menntamálaráðherra heimsækir FSH

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað komu sína í FSH  3. febrúar n.k. Erindið er að kynna skýrslu um styttingu náms til stúdentsprófs fyrir starfsfólki, skólanefnd og stjórn nemendafélags skólans og fá viðbrögð þeirra við henni. Þetta verður fyrsta heimsókn Þorgerðar Katrínar í FSH frá því hún tók við ráðherradómi fyrir rúmlega ári síðan en markmið hennar er að heimsækja alla framhaldsskóla landsins á þessari önn til að kynna þessa róttæku breytingu á skólakerfinu sem ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um og eftir er að ákveða hvernig verður framkvæmd.