Nemendafélag FSH

15.2.2005

Búið að frumsýna Stræti

Leikara í FSH á ÖskudaginnFrábæri leiklistarklúbburinn okkar Píramus og Þispa frumsýndi á laugardagskvöldið leikritið Stræti eftir Jim Cartwright. Leikstjóri sýningarinnar er Margrét Sverrisdóttir. Ég skellti mér á sýningu á sunnudaginn og hafði mjög gaman af.
Krakkarnir standa sig allir virkilega vel og ánægjulegt fannst mér að heyra hversu skýr og áheyrilegur framburðurinn var hjá öllum.
Það er gríðarleg vinna að setja upp leiksýningu, ég tala nú ekki um þegar byrja þarf á því að finna húsnæði, taka þar til, þrífa, breyta og bæta.
Leiklistarklúbburinn á hrós skilið fyrir framtakið og dugnaðinn.
Ég mæli með því að nemendur, starfsfólk og aðrir íbúar sveitarfélagsins bregði undir sig betri fætinum og fari í leikhús út á Höfða.

Takk fyrir sýninguna krakkar og áfram Píramus og Þispa!!

Dóra Ármannsdóttir