11.1.2005
Spurningakeppni framhaldsskólanna
Framhaldsskólinn tekur nú þátt í spurningarkeppni framhaldsskólanna. Lið FSH skipa þeir Eiríkur Fannar Jónsson, Björgvin Friðbjarnarson og Halldór Fannar Júlíusson. Liðið hefur æft stíft undanfarið undir stjórn Kjartans Ólasonar. Miðvikudaginn kl. 21:00 keppa þeir í fyrstu umferð við Framhaldsskólann á Laugum og verður keppninni útvarpað á Rás 2.