Nemendafélag FSH

24.1.2005

Ný skólanefnd FSH

Í byrjun desember skipaði menntamálaráðherra nýja skólanefnd við FSH. Í henni sitja Guðrún Árný Guðmundsdóttir, Snædís Gunnlaugsdóttir og Tryggvi Finnsson tilnefnd af ráðherra, Erna Björnsdóttir og Trausti Aðalsteinsson tilnefnd af Húsavíkurbæ. Auk þess sitja í skólanefnd með málfrelsi og tillögurétt fulltrúi kennara, Þorsteinn Kruger og fulltrúi nemenda, Heiðar Kristjánsson. Á fyrsta fundi nefndarinnar 13. jan. s.l. var Erna Björnsdóttir kjörin formaður nefndarinnar. Þær Guðrún Árný og Snædís voru ekki í fyrri skólanefnd og koma í stað þeirra Helga Pálssonar og Gísla G. Auðunssonar sem verið hefur formaður skólanefndar s.l. átta ár.