10. desember 2019
Vegna veðurs
Kæru nemendur! Vegna veðurs verður skólinn lokaður fyrir nemendur í próflestri í dag, þriðjudaginn 10.12.2019 eftir klukkan 12:00.
Kæru nemendur! Vegna veðurs verður skólinn lokaður fyrir nemendur í próflestri í dag, þriðjudaginn 10.12.2019 eftir klukkan 12:00.
Nemendur athugið. Vegna veðurs var ákveðið að breyta matseðli í mötuneyti Borgarhólsskóla, það verður því sem hér segir: miðvikudaginn 11.desember : fiskur í mangósósufimmtudaginn 12.
Þeir nemendur sem hyggjast nýta húsnæði skólans eftir lokun í undirbúningi fyrir prófatíð geta haft samband við Gunnu húsvörð í síma 894-2579 til þess að láta opna skólann á milli klukkan 16-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar.
Hvaða störf verða til í framtíðinni og möguleikar tækni til fjarvinnu Dagsetning: 15. nóv. 2019 Tími: 10:00- 11:30 Staðsetning: Á sal skólans. Kynnir: Halldór Kristinn Harðarson, KÁ/AKÁ- norðlenskur rappari með meiru Innslag 1. Helena Sigurðardóttir – Hvaða störf verða í framtíðinni? Kennsluráðgjafi hjá Háskóla AkureyrarInnslag 2. Eydís Ósk Ingadóttir-Hvernig varð ég teiknari og 3D sérfræðingur?Animator & 3D Artist hjá Myrkur GamesInnslag 3. Daníel og alter ego- Að vinna við að spila tölvuleiki- hvernig gerist það? Daníel er rafíþróttamaður.
Innritun fyrir vorönn 2020 stendur nú yfir. Hægt er að sækja um á vef menntagáttar eða með því að senda póst á halldor@fsh.is eða með því að hringja í síma 464-1344. Hér má sjá yfirlit yfir þá áfanga sem verða í boði á vorönn 2020. Hér má sjá gjaldskrá FSH.
Leikfélag FSH, Píramus og Þispa frumsýndi á dögunum leikritið Helgin framundan í Samkomuhúsinu á Húsavík. Jóhann Kristinn Gunnarsson leikstýrir verkinu sem hann samdi fyrir 16 árum með Kristjáni Þór Magnússyni.
Nokkrar myndir frá því að nemendur í vistfræði hjá Elínu Rúni skelltu sér í hvalaskoðun í vetrarblíðunni. http://www.fsh.
Matseðill fyrir nóvember 2019 er kominn. Skráning fer fram á tilkynningartöflu nemenda. Lokað verður fyrir skráningu kl. 14:00 þriðjudaginn 29. október.
Námsmatsdagar Framhaldsskólans á Húsavík fara fram mánudaginn 21. október og þriðjudaginn 22. október 2019, því er ekki kennsla þá daga. Með ósk um góðar stundir, starfsfólk Framhaldsskólans á Húsavík.
Kæru nemendur og forráðamenn. Kennsla fellur niður föstudaginn 4.október 2019 vegna námsmatsdags starfsfólks FSH.
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á heimasíðu www.
Í vetur ætlar Gunna okkar að sjóða handa nemendum og starfsfólki Framhaldsskólans á Húsavík rjúkandi heitan hafragraut sem hver og einn getur gert að sínum með ávöxtum, kanil ofl. Grauturinn verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá 09:50-10:05 niðrí í matsal nemenda.
Laugardaginn 25. maí sl. voru 17 nemendur útskrifaðir frá Framhaldsskólanum á Húsavík, 15 stúdentar, 1 af almennri braut og 1 af starfsbraut. Nýstúdentar sáu um tónlistaratriðin og fluttu Harpa Ólafsdóttir og Viktor Freyr Aðalsteinsson þrjú lög við frábærar undirtektir.
Í mars síðastliðnum kom skólafólk á Norðausturlandi saman til þess að ræða nýbreytni í samstarfi skólastiga. Til fundarins boðaði SAMNOR og voru stjórnendur grunnskóla, háskóla og símenntunarstöðva auk sveitastjórnarfólks boðuð á fundinn.
Í síðustu viku voru Dillidagar haldnir hátíðlegir í FSH. Þeir voru settir í hádeginu á þriðjudeginum og enduðu á föstudagskvöldinu með frábærri árshátíð. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í Dillidögunum fyrir skemmtilega daga.
Síðastliðinn þriðjudag komu fulltrúar frá Soroptimistaklúbbi Húsavíkur færandi hendi og afhentu starfsbraut skólans rausnarlega peningagjöf. Peningunum höfðu þær safnað með sölu á Kærleikskúlunni 2018. Við þökkum kærlega fyrir gjöfina, hún mun koma að góðum notum í því frábæra starfi sem unnið er á starfsbraut Framhaldsskólans á Húsavík.
Mikið var um dýrðir á laugardagskvöldið síðasta þegar Tónkvíslin fór fram á Laugum. Alls voru 19 atriði sem tóku þátt en keppt var bæði í grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 og því mikið lagt í að hafa keppnina sem glæsilegasta.