Fréttir

29. apríl 2020

Innritun í fjarnám á vorönn 2020

Framhaldsskólinn á Húsavík auglýsir innritun í fjarnám á netinu. Nú er hægt að sækja um fjarnám með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Kynntu þér málið.Mikið af spennandi fögum í boði á næstu önn.

24. apríl 2020

Upplýsingar vegna prófatíðar

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn Það liggur nú ljóst fyrir að nemendur Framhaldsskólans á Húsavík verða ekki kallaðir inn í skólann á þessari önn. Kennsla verður því áfram með því sniði sem hún hefur verið undanfarnar vikur.

14. apríl 2020

Skólastarf hafið aftur eftir páskafrí

Kæru nemendur og forráðamenn. Nú er páskaleyfi lokið og skólastarf hafið á ný, á þann hátt sem þið fenguð tilkynningu um í löngu bréfi fyrir páska. Við viljum því biðja ykkur, um að fara yfir þetta bréf nú í dag og átta ykkur á því í hvaða tímum þið eigið að vera frá og með morgundeginum og fram að helgi.

03. apríl 2020

Upplýsingar um fyrirkomulag náms eftir páskafrí

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn. Undanfarnar vikur hefur skólastarf í framhaldsskólum landsins verið með óvenjulegum hætti, eins og þið eruð öll meðvituð um. Nemendur hafa verið í fjarnámi og stundað nám í gegnum netið, kennsluvefi, síma og einnig í myndmiðlinum Teams að einhverju leyti.

13. mars 2020

Áríðandi tilkynning!

Kæru nemendur. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda hefur framhaldsskólum landsins verið lokað í fjórar vikur vegna COVID-19. Það þýðir að það er ekki skóli frá og með mánudaginum 16.03.2020 og húsnæði skólans verður lokað fyrir nemendum.

09. mars 2020

COVID-19 Nýjustu fréttir

Samkvæmt ákvörðun almannavarna og landlæknis hefur verið lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19. Að því tilefni vill skólinn taka fram að fundur var haldinn með skólameisturum og Menntamálaráðuneyti nú í dag.

09. mars 2020

Forinnritun nemenda í 10.bekk

Forinnritun nemenda í 10.bekk stendur yfir á vef Menntamálastofnunar frá 9.mars til 13. apríl 2020. Allar upplýsingar um námsbrautir sem í boði eru í FSH má finna HÉR. Hér má sjá nánari upplýsingar um dagsetningar tengdar innritun.

03. mars 2020

Framhaldsskólinn á Húsavík kynnir vegna COVID-19

Eins og kunnugt er orðið hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis lýst yfir hættustigi almannavarna vegna COVID-19 veirunnar. Í kjölfarið voru gefnar út leiðbeiningar fyrir skóla um varnir gegn sýklum sem finna má HÉR.

11. febrúar 2020

Námsmatsdagar í Framhaldsskólanum á Húsavík

Föstudaginn 14. febrúar er námsmatsdagur hjá okkur í Framhaldsskólnum á Húsavík, þá er engin starfsemi í skólanum. Við minnum á að mánudagurinn 17. febrúar og þriðjudagurinn 18. febrúar eru einnig námsmatsdagar.

06. febrúar 2020

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á heimasíðu www.

20. desember 2019

Gleðileg jól

Framhaldsskólinn á Húsavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Kennsla hefst á nýju ári mánudaginn 6. janúar með örtímum kl: 12:00.Kennsla hefst skv.

11. desember 2019

Próf 12.12.19

Kæru nemendur!Minnum á að próf verða með eðlilegum hætti á morgun, 12.12.2019. Sjáumst klukkan 8:30.

10. desember 2019

Skólinn lokaður 11.desember

Skólinn lokaður 11.desember. Vegna þess að Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands hefur uppfært viðbúnaðarstig úr appelsínugulu í rautt fyrir Norðurland eystra miðvikudaginn 11.12.2019 vegna óveðurs, verður skólinn lokaður þann dag.

10. desember 2019

Vegna veðurs

Kæru nemendur! Vegna veðurs verður skólinn lokaður fyrir nemendur í próflestri í dag, þriðjudaginn 10.12.2019 eftir klukkan 12:00.